SVARTUR FÖSSARI

Elko

Framleiðsla

Ljósmyndun

Hönnun

Eftirvinnsla

Lykilorðið í þessu bráðhressa verkefni var Bandaríkin. Elko vildi tengja Svartan Fössara við fæðingarland Black Friday verslunaræðisins, sem gengur í garð ár hvert, daginn eftir þakkargjörðarhátíðina þar á bæ.

Skuggaland ákvað að flækja ekki málin og lagði til innreið bandaríkjanna í Elko, allar helstu kempurnar Trump, Elvis, Marilyn Monroe, Michael Jackson, Hillary Clinton ásamt ruðningsköppum og klappstýrum, skyldu mæta á svæðið.

Tökudagurinn var einn sá skemmtilegasti og Skuggaland sendi frá sér óð til Bandaríkjanna, stutta kítlu ásamt lengri auglýsingu, sem á fimm dögum fengu samtals rúmlega 90 þús áhorf. Svartur Fössari er kominn til að vera, um það verður ekki deilt.