SVARTUR FÖSSARI

Elko

Framleiðsla

Ljósmyndun

Hönnun

Eftirvinnsla

Lykilorðið í þessu bráðhressa verkefni var Bandaríkin. Elko vildi tengja Svartan Fössara við fæðingarland Black Friday verslunaræðisins, sem gengur í garð ár hvert, daginn eftir þakkargjörðarhátíðina þar á bæ.

Skuggaland ákvað að flækja ekki málin og lagði til innreið bandaríkjanna í Elko, allar helstu kempurnar Trump, Elvis, Marilyn Monroe, Michael Jackson, Hillary Clinton ásamt ruðningsköppum og klappstýrum, skyldu mæta á svæðið.

Tökudagurinn var einn sá skemmtilegasti og Skuggaland sendi frá sér óð til Bandaríkjanna, stutta kítlu ásamt lengri auglýsingu, sem á fimm dögum fengu samtals rúmlega 90 þús áhorf. Svartur Fössari er kominn til að vera, um það verður ekki deilt.

Kíkið á fleiri verkefni

Lauf Cycling

Ljósmyndir, myndbönd, hreyfigrafík og margt annað skemmtilegt.

Jólastressið

Smá jólaleg, örlítið vandræðaleg, óþægileg en skemmtileg jólaauglýsing fyrir Krónuna.

Brauð & Co

Brauð og félagar, heimasíða og grafík, ljósmyndir og herlegheit.

Snarlið

Hvað fær maður ef maður blandar saman frábærum krökkum og snillldarkokk sem ætlar að kenna þeim að sjá um sig sjálf, þá fær maður út Snarlið.