GRILLSNILLD

Krónan

Framleiðsla

Ljósmyndun

Herferð

Útlit

 

Sumarið var á næsta leiti og Krónan var með takmark, hver og einn einasti grilleigandi á íslandi skyldi vita að Krónan selur allar tegundir af kjöti, tilvalið fyrir hverja einustu grillveislu, hvort sem um væri að ræða T-bone, tofú, fisk eða grænmeti, skiptir ekki máli, finnur það í Krónunni.

Til þess að hjálpa okkur við að bera út fagnaðarerindið fengum við til liðs við okkur Snapchat hetjuna Hjálmar Örn Jóhannsson og saman bjuggum við til karakter sem allir hafa á einhverjum tímapunkti kynnst, Grillrembuna.

Saman tókum við upp nokkur lauflétt myndbönd þar sem grillremban fer á kostum ásamt því að ljósmyndir voru teknar af mismunandi grilltýpum, hvort sem það var ávaxta, fisk, vegan, eða bara sjálf klassíkin, kjöt grillarinn.