Í ALVÖRU!

Krónan

Hugmyndavinna

Framleiðsla

Ljósmyndun

Hönnun

Vefsíða

Íslendingar henda árlega um sjötíu milljón plastpokum í ruslið, eftir fimmtíu ár verður jafn mikið af plasti og fisk í sjónum og hver plastpoki brotnar niður á fimmtán til eitt þúsund árum. Semsagt, verði ekki gripið í taumana strax, þá eru framtíðin ekki björt.

Krónan var ákveðin í því að leggja baráttunni lið og við fengum það verkefni að hanna herferð gegn plastpokasóun, takmarkið var að hvetja fólk til þess að kaupa færri plastpoka í búðinni og nota í staðinn fjölnotapoka… alls ekki verra ef fjölnotapoki Krónunnar yrði fyrir valinu.