SNARLIÐ

Krónan

Hugmynd

Framleiðsla

Ljósmyndir

Hönnun

Vefsíða

 

Foreldrar þekkja það margir að koma heim eftir vinnu og sjá seríós skál í vaskinum, brauðmylsnur við brauðristina eða tóman kexpakka á eldhúsborðinu.

Krónan vildi breyta því, henda í hollustuherferð og kynna ungu fólki fyrir einföldum, fljótgerðum og hollum valkostum, sem það gæti sjálft útbúið og snarlað á eftir skóla, allir vinna ekki satt?

Ásamt hinni einu sönnu Ebbu, heilsukokki og metsöluhöfundi, tókum við upp stutt, upplýsandi og skemmtileg myndbönd þar sem ungt fólk undir handleiðslu Ebbu útbýr holla og einfalda snarlrétti. Herferðina ásamt öllum myndböndunum má svo finna á www.snarlid.is