Gríptu Tækifærið!

Reykjavíkurborg

Hugmyndavinna

Hönnun

Framleiðsla

Ljósmyndir

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar heldur utanum gríðarlega mikilvæga þjónustu fyrir fólk með hreyfi- og þroskahömlun, eldriborgara og aðra þjónustu sem þarf algjörlega besta fólkið sem völ er á til að vinna þessa vinnu.

Skuggaland fékk það verkefni að koma með hugmynd að herferð til að vekja athygli fólks og kynna hversu fjölbreytt og skemmtileg þessi vinna getur verið.

Herferðin varð fljótt til og hugmyndin var sú að búa til myndbönd þar sem fólkið segir frá upplifun sinni frá vinnunni og búa til kvikmyndaplaggöt, þar sem fólkið væri í aðalhlutverkum, sem yrðu síðan notuð sem helsta kynningarefni herferðarinnar.

Útkoman varð gríðarlega skemmtileg herferð þar sem frábærir viðmælendur sögðu frá sterkum vináttuböndum og fjölbreyttum vinnustað ásamt því að plaggötin vöktu athygli.

Umhverfismerkingar

Plakkötin voru prentuð út og sett á strætóskýli í dásamlega 10 daga. Bíómyndaplakkötin áttu heldur betur heima þarna og gaman að keyra framhjá þeim á hverjum morgni.